Reddast biður um að þú gefir upp netfang, fullt nafn og símanúmer. Ef þú ert hins vegar að útvega þjónustu í gegnum fyrirtæki í þinni eigu þarf að gefa upp nafn fyrirtækisins og tilgreina í hvaða borgum eða bæjum þú eða fyrirtækið getið veitt umbeðna þjónustu.
Reddast er mjög annt um persónuvernd og mun eingöngu nota uppgefnar upplýsingar sem tól til að koma þér í samband við mögulega viðskiptavini. Til dæmis eru tengiliðaupplýsingar þínar notaðar til að vekja athygli þína á verkefnum. Þá eru upplýsingar um þær borgir eða bæi sem þú starfar í einnig notaðar til að finna samsvörun á verkefnum á sömu svæðum. Að endingu þarf Reddast að vita hvar hæfileikar þínir liggja til að geta vakið athygli þína á fyrrgreindum verkefnum.
Tengiliðaupplýsingum þínum er eingöngu deilt með þeim sem auglýsir eftir að fá aðila í verkefni og hefur áhuga á að hafa samband við þig. Auglýsandi fær fyrst upplýsingar að þú hefur samþykkt að láta þeim þær í té.
Reddast trúir því að ef þú hefur hæfileika og getu á ákveðnum sviðum, þá er alltaf einhver þarna úti sem getur hagnast af því. Við leyfum skráningu í hinum ýmsu flokkum af störfum og verkefnum sem þarfnast ekki sérfræðimenntunar eða sérstakra starfsréttinda, til dæmis snjómokstur, garðsláttur eða jafnvel að versla í matinn fyrir einhvern.
Nei, þú getur skráð þig sem sjálfstæður verktaki.
Skráning í Reddast er ókeypis, bæði fyrir þá sem auglýsa eftir tilboðum í verk og sjálfstæða verktaka eða fyrirtæki. Þetta þýðir það að þú getur notað sama aðganginn bæði til að óska eftir tilboði í verk eða til að leggja fram tilboð í verk.
Nei, Reddast kemur þér í samband við þá sem auglýsa eftir manneskju í verk. Þar endar okkar hlutverk í ykkar samskiptum. Samningur á milli verktaka (þíns) og verkkaupa er gerður á milli ykkar tveggja.
Þegar gert er tilboð í verk er áætlaður kostnaður byggður á veittum upplýsingum frá verkkaupa. Við skiljum að það sé erfitt í ákveðnum tilvikum að gefa upp nákvæmt verð á verki í tilboði svo frekari samningaviðræður verða að eiga sér stað milli verktaka og verkkaupa. Það er vert að taka það fram að regluleg undirboð (?) og í framhaldi að veita þjónustu á hærra verði en tilboð gaf til kynna mun leiða til lægri einkunnagjafar á þjónustu sem hefur áhrif á eftirspurn eftir þjónustu þess aðila.
Einungis þarf að bjóða í verk sem þú hefur tök á að uppfylla og þú getur gefið upp áætlað verð fyrir. Við komum þér í samband við þann sem auglýsir verkið svo þú getir farið og tekið verkið út og þið svo hafið samningaviðræður í kjölfarið.
Já, því við hjá Reddast skiljum að þú getir verið smiður með sérstaka hæfileika við pípulagnir, eða forritari með meðfædda hönnunarhæfileika, og þess vegna getur þú skráð þig í eins marga þjónustuflokka og hæfni þín segir til um.
Hentu á okkur línu á netfangið [email protected].