Meðhöndlun persónuupplýsinga er samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Reddast er annt um persónuvernd þína og virðir rétt þinn til einkalífs. Við tryggjum það að ávallt sé farið að lögum við vinnslu og öflun persónuupplýsinga og að engum gögnum sé safnað nema viðkomandi hafi gefið sitt samþykki fyrir því.
Reddast áskilur sér rétt til að uppfæra persónuverndarstefnuna og er ávallt sú útgáfa í gildi sem er aðgengileg á hverjum tíma á vefsvæðinu Reddast.is. Persónuverndarstefna Reddast gefur til kynna hvaða persónuupplýsingum við söfnum og hvers vegna við gerum það og ennfremur hvernig við meðhöndlum slíkar upplýsingar, verndum þær, geymum, deilum og eyðum þeim. Persónuupplýsingar eru auðkenni sem tilgreina nánar einn eða fleiri þætti sem einkenna einstakling, þ.e. netfang, heimilisfang, símanúmer osfrv.
Eftirfarandi dæmi má nefna um persónuupplýsingar sem unnar eru um einstaklinga í Reddast:
Með vísan til kaflans “af hverju erum við að vinna með persónuupplýsingar” þá er vert að taka það fram að Reddast er ekki að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar. Vinsamlegast skrá setjið ekki viðkvæmar persónuupplýsingar.
Við söfnum persónuupplýsingum um þig hvenær sem þú nýtir þér þjónustu okkar, vefsíðu, farsímahugbúnað, eða hefur samband við okkur í gegnum tölvupóst og samfélagsmiðla.
Við munum einnig nota fótspor og aðra rakningartækni þegar þú notar Reddast, til að hámarka upplifun þína af Reddast og vefsvæðu okkar. Vinsamlegast sjáðu stefnu okkar um vefkökur fyrir frekari upplýsingar.
Í sumum tilfellum gætum við einnig safnað upplýsingum um þig frá öðrum aðilum. Þessar upplýsingar geta verið gagnasafn frá þriðja aðila, markaðssamstarfsaðilar Reddast, opinberar heimildir eða samfélagsmiðlar.
Reddast vinnur úr persónuupplýsingum þínum í ýmsum tilgangi þegar þú hefur samskipti við okkur, svo sem vegna:
Skráning
Viðhald og þróun
Öryggi
Markaðsmál
Meðhöndlun persónuupplýsinga er samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Okkar vinnsla persónuupplýsingum byggist á eftirfarandi lagalegu forsendum:
Samþykki þitt
Lögmætir hagsmunir
Þegar Reddast vinnur persónuupplýsingar þínar samkvæmt þessari persónuverndarstefnu telst Reddast vera „ábyrgðaraðili“ persónuupplýsinga þinna samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd.
Reddast hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem þú getur haft samband við með því að senda tölvupóst á [email protected] eða skriflega á ofangreint heimilisfang.
Við geymum aðeins persónuupplýsingar um þig eins lengi og nauðsynlegt er og í samræmi við þann tilgang sem þeim var safnað. Persónuupplýsingar verða eyddar í seinasta lagi 36 mánuðum eftir seinustu virkni.
Fyrir nánari upplýsingar vinsamlegast hafið samband við Reddast.
Almenn réttindi
Þú hefur rétt á því að fá aðgang að persónuupplýsingum þínum með því að óska eftir yfirliti yfir persónuupplýsingarnar sem við vinnum um þig. Ef þú ert notandi hjá Reddast geturðu alltaf leiðrétt ónákvæmni í persónulegum gögnum þínum og eytt reikningnum þínum inni á þínum síðum.
Ennfremur hefur þú rétt til þess að óska eftir eyðingu persónuupplýsinga og takmarka eða mótmæla vinnslu á persónuupplýsingum þínum samkvæmt þessari persónuverndaryfirlýsingu eða öðrum skilmálum. Þegar þú ert skráður sem notandi okkar og þú eyðir persónuupplýsingunum þínum hættirðu að fá tölvupóst og/eða tilkynningu þegar verkbeiðni í flokknum þínum er skráð í Reddast.
Vinsamlegast hafðu samband við Reddast til að leggja fram beiðnir sbr. framangreint, eða stjórnaðu þessu á þínum síðum.
Að endingu hefur þú einnig rétt til þess að leggja fram kvörtun til Persónuverndar vegna vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum.
Réttur til að afþakka markaðstengd gögn
Þegar þú hefur samskipti við Reddast, t.d með því að heimsækja vefsíðu Reddast, hlaða niður efni, nota þjónustu Reddast, mun Reddast vinna úr persónuupplýsingum þínum út frá lögmætum tilgangi, þ.e. að veita þér viðeigandi markaðsefni varðandi þjónustu Reddast.
Reddast veitir þér viðeigandi efni með beinni markaðssetningu á samfélagsmiðlum, vefsíðum eða sem notandi að Reddast, byggt á tilgreindum óskum þínum. Persónuupplýsingarnar sem unnið er úr, eru samanlagðar upplýsingar um þig eins og IP tala, áhugamál (þar sem þú hefur valið tiltekin áhugamál osfrv.), notandanafn og annað. Þetta er gert með tækni eins og fótspor (vefkökur) og er kallað sniðmát (profiling).
Reddast notast við tölvupóstssendingar í markaðsskyni, en þó aðeins ef þú hefur samþykkt slíkt samkvæmt löggjöf um markaðssetningu. Ef þú hefur samþykkt skilmálana er alltaf möguleiki á að hætta við sbr. neðangreint, eða þegar þú færð tölvupóst með markaðssetningu Reddast.
Þú hefur alltaf rétt á að afþakka samskipti við Reddast og getur gert það með tvenns konar hætti:
Vinsamlegast athugið að jafnvel þótt þú afþakkar að taka á móti markaðssamskiptum frá okkur getur þú samt fengið skilaboð frá Reddast, svo sem nauðsynlegar tilkynningar vegna þjónustunnar frá Reddast.
Ég vil ekki vera háð/-ur vefkökum sem búa til nafnlausa tölfræði
Með því að notast við stillingar i netvafranum þínum getur þú lokað á vefkökur. Það mun hins vegar hafa áhrif á vinnsluhraða Reddast.com. Gestir Reddast.com ættu að fylgja neðangreindum krækjum ef þeir vilja lesa sig til um hvernig hægt er að stýra vefkökum í sumum af vinsælustu netvöfrunum:
Ég vil/l ekki vera háð/-ur vefkökum sem vinna með persónuupplýsingar mínar