Notendaskilmálar

Hér fyrir neðan má finna skilmála sem gilda um þjónustu Reddast. Skilmálar þessir geta tekið breytingum.

 1. Almennt

  1. Vefur Reddast, reddast.com, er í eigu Reddast ehf, kt: 660721-1180. Með notkun á þessum vef samþykkir þú að vera bundin(n) af þessum skilmálum og að fara eftir öllum viðeigandi lögum og reglum.

  2. Reddast er stafræn þjónusta þar sem einkaaðilar, hér eftir „notendur“, geta auglýst verkefni/þjónustum sem notandi vill láta vinna fyrir sig og þar sem fyrirtæki/einstaklingar, hér eftir “verktaki”, gefst tækifæri til að skrá starfskrafta sína, fá tilkynningar um viðeigandi verkbeiðni og leggja fram tilboð í verkið/þjónustuna. Fyrirtæki/einstaklingar geta keypt viðbótarvirkni til að ná betri sýnileika á þjónustunni.

  3. Þessir skilmálar gilda um aðgang að hugbúnaðarlausn Reddast.

  4. Vinsamlega ekki skoða eða nota vefinn ef þú samþykkir ekki þessa skilmála.

  5. Réttur þinn til að fá aðgang að og nota þjónustuna er bundinn við þig og þér er ekki heimilt að skrá þig á síðuna með fölskum persónuupplýsingum. Þér er einungis heimilt að fá aðgang að og nota þjónustuna í löglegum tilgangi.

  6. Einstaklingum yngri en 18 ára að aldri, er óheimilt að nýta sér þjónustu á vefsíðum Reddast, án samþykkis forráðamanns.

  7. Reddast ber ekki ábyrgð á að fagaðilar skrái rangar upplýsingar um starfsréttindi sín.

  8. Reddast ber ekki ábyrgð á framkvæmd verkefna.

 2. Hlutleysi

  1. Reddast er vettvangur til þess að tengja saman notendur með verkbeiðni og verktaka/starfskrafta. Reddast ber ekki ábyrgð á því að upplýsingar þessa aðila séu réttar.

  2. Notandi gerir sér grein fyrir því að Reddast er ekki verktakafyrirtæki heldur einungis hugbúnaðarlausn sem gerir aðilum kleift að komast í samband við aðila sem óska eftir að vinna verkið. Hugbúnaðinum er ætlað að bjóða notendum og verktökum upp á nýjan valkost þegar þörf er á fagaðila eða starfskrafti til að vinna verk.

 3. Hugverk

  1. Allar upplýsingar á vef Reddast, þar með talið texti, myndir og önnur gögn, er bundið höfundarrétti.
 4. Fyrirvari um villur

  1. Allar upplýsingar á vef Reddast hvort sem um er að ræða almennan texta, verklýsingar, þjónustulýsingar, verð eða myndir, eru birtar með fyrirvara um villur.
 5. Breytingar á notendaskilmálum

  1. Reddast er heimilt að endurskoða og breyta notendaskilmálum hvenær sem er án fyrirvara og er ávallt sú útgáfa í gildi sem er aðgengileg á hverjum tíma á vefsvæðinu reddast.com.